Um okkur

the-hosts

Við bjóðum upp á lúxus gistingu í fallegu umhverfi á bökkum Sogsins nánar tiltekið í Grímsnesinu. Þetta er staður sem þú vilt eyða sumarfríinu þínu á, eða koma saman með vinum og fjölskyldu á sumri sem vetri og njóta alls þess sem þessi glæsilegu hús og umhverfi hefur upp á að bjóða.

Hótel Grímsborgir er staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Umhverfis húsin er falleg og stór verönd með glæsilegu útsýni yfir sveitina og sumarhúsabyggðina sem er á þessum fallega stað. 45 mín. keyrsla frá Reykjavík.

Einstaklega glæsileg hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins. 6.hús eru til útleigu.

Höfum áralanga reynslu í hótel og veitingarekstri og munum leggja okkur sérstaklega fram við að gera þessa dvöl ykkar hér sérstaka.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Bestu Kveðjur
Ólafur Laufdal & Kristín Ketilsdóttir

saf-logo