Download PDF

Upphafið

 

Hótel Grímsborgir opnaði fyrst sumarið 2009 og samanstóð þá af sjö byggingum. Sex þeirra voru ætluð til gistingar, en í þeim voru alls fjórar lúxus stúdíóíbúðir, fimm lúxusíbúðir, eitt gestahús (cottage) á tveimur hæðum og tvö standard plús tveggja manna hótelherbergi. Í sjöunda húsinu var móttaka og veitingastaður, en sumarið 2014 var það endurinnréttað og þar er nú sjötta lúxusíbúðin.
Við hvert húsanna er mörg hundruð fermetra verönd með heitum pottum og góð gasgrill. Íbúðirnar eru allar innréttaðar í sveitastíl með lúxusívafi sem gerir þær huggulegar og hæfir vel náttúrulegu kjarrivöxnu umhverfinu. Í hverri íbúð er fullbúið eldhús, stofa og baðherbergi.

Fjölgun gistirýma

Vegna mikillar ánægju viðskiptavina jókst eftirspurn hjá okkur, einkum eftir hótelherbergjum og því var ráðist í stækkun hótelsins. Á árunum 2013 og 2014 risu tvö hús með hvort með fjórtán superior hótelherbergjum. Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð. Úr hverju herbergi er útgengt á litla einkaverönd. Á milli hótelbygginganna er sameiginlegt svæði með heitum pottum til afnota fyrir gesti okkar.

Nýtt, stórt og glæsilegt veitingahús

Sumarið 2014 reis nýtt og einkar glæsilegt veitingahús, enda hafði gestafjöldi aukist svo að gamla veitingahúsið var orðið of lítið. Í þessu nýja veitingahúsi, sem er mun nær þjóðveginum en það sem áður var, þjónar einnig sem gestamóttaka. Þar er bæði bar og notaleg arinstofa. Morgunverðarhlaðborðið sem þar fer fram er löngu orðið rómað fyrir fjölbreytni og glæsilega framsetningu.  Veitingahúsið tekur x marga í sæti og er tilvalinn fyrir alls konar mannfögnuði.
Með hljóðeinangrandi milliveggjum getum við stúkað veitingastaðarins af í sal sem hentar vel til t.d. fundahalda. Enn fremur er hægt er að skipta því rými niður í tvö minni. Allur búnaður til fundahalda er til staðar, svo sem skjávarpi, sýningartjald, hljóðkerfi og netaðgangur.

Íbúðir án eldhúss

Nýjasta viðbótin eykur enn á fjölbreytni gistimöguleikanna hér. Það er tveggja íbúða hús, en í hvorri íbúð eru svefnherbergi, stofa og baðherbergi. Í þeim er minibar, en ekki fullbúið eldhús eins og í hinum íbúðunum.

Eigendur

Eigendur Hótel Grímsborga eru hjónin Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir. Þau búa yfir áratugalangri reynslu í hótel- og veitingageiranum. Þau eru reynslumiklir gestgjafar og eiga veg og vanda að uppbyggingu hótelsins. Þau eru einkar samrýmd hjón og saman leggja þau hug bæði og hjarta í vegferð hótelsins. Ásamt þeim eru í starfsliði hótelsins öflugur hópur fólks sem hefur að markmiði að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Sömu gestir koma ár eftir ár og njóta þeirra þæginda sem hótelið hefur að bjóða. Hér er unnið að því að hver og einn gestur okkar sé ánægður með þjónustuna allan tímann meðan á dvöl stendur. Ólafur og Kristín eru bæði vel staðkunnug og aðstoða með ánægju gesti okkar við að finna hentuga skipulagningu dagsferða, hvort sem deginum skal varið í útsýnisferð eða útreiðar, golf, sund, veiði eða fjallgöngur. Verið ekki feimin við að koma í móttökuna og spjalla við Ólaf og Kristínu um dagsferðir, áhugaverða staði í nágrenninu eða bara hreinlega sveitalífið – hjónin taka vel á móti ykkur!